Lögmál býður upp á alla almenna lögfræðiþjónustu. Áhersla er lögð á
persónulega þjónustu.


Lögmál býður upp á alla almenna lögfræðiþjónustu. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu.

Lögmál ehf. starfar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök og má m.a. nefna alla almenna fyrirtækjaráðgjöf, samningsgerð, starfsmannamál, innheimtuþjónustu og málflutning. Einnig er lögð áhersla á þjónustu við einstaklinga og má þar sérstaklega nefna skaðabótamál, slysamál, fasteignamál, sakamál, erfðamál og búskipti og allan almennan málflutning fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Þjónusta

Málflutningur

Lögmenn Lögmáls ehf. búa yfir víðtækri málflutningsreynslu. Annast lögmennirnir málflutning fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti Íslands, sem og málflutning fyrir gerðardómum og stjórnvöldum þegar það á við.

Gjaldtaka fyrir málflutning er háð umfangi og vinnuframlagi í hverju máli fyrir sig og er í grunninn miðað við gjaldskrá Lögmáls ehf. Jafnan er samið hverju sinni við umbjóðendur félagsins um fyrirkomulag þóknana vegna málflutnings. Er almennt miðað við að viðskiptamanni félagsins sé gerður reikningur mánaðarlega eða eftir framvindu hvers verks fyrir sig.

Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlegast hafið samband í síma 511-2000 eða sendið fyrirspurn á netfangið logmal@logmal.is

Innheimta

Lögmál ehf. býður upp á öfluga lögfræðiinnheimtu vanskilakrafna, þar sem lögð er áhersla á vönduð og hröð vinnubrögð.

Gerum föst tilboð í innheimtur sé þess óskað.
Hafið samband við okkur í síma 511-2000 eða sendið fyrirspurn á logmal@logmal.is sé frekari upplýsinga óskað.

Önnur þjónusta

Tjónabætur – Erfðaskrár – Kaupmálar – Sambúðarsamningar – Búskipti – Greiðslustöðvun – Leigusamningar – Nauðasamningar – Stofnun félaga – Kaup og sala – Eignaumsýsla og samningar um skuldaskil – Ýmis skjalagerð og ráðgjöf

Skoða gjaldskrá