Lögmönnum er rétt að áskilja sér hæfilega þóknun fyrir störf sín, með hliðsjón af þeim hagsmunum, sem um er fjallað og því verki, sem í té er látið. Einnig er lögmönnum heimilt að áskilja sér hluta af fjárhæð málsins og hærri þóknun, ef mál vinnst, en ef það tapast.
Eftirfarandi gjaldskrá er gjaldskrá Lögmáls ehf., kt. 591296-3029, Skólavörðustíg 12, Reykjavík og gildir nema öðru vísi sé sérstaklega um samið.
Ýmsir þættir lögmannsþjónustu falla ekki undir þessa gjaldskrá. Við gjaldtöku í þeim tilvikum er tekið tillit til mismunandi aðstæðna, þ. á. m. eðlis vinnunnar og umfangs, ábyrgðar lögmanns, hagsmuna viðskiptamanns, vinnuframlags og niðurstöðu málsins. Lögmenn í þjónustu Lögmáls ehf. halda sérstaka skrá yfir vinnustundir við einstök mál, þar sem þóknun ákvarðast ekki eingöngu af hagsmunum.
Hvar, sem þóknun í gjaldskrá þessari er ákveðin að krónutölu en ekki sem hundraðshluti af verðmæti, skal líta á fjárhæð þóknunarinnar sem grunngjald, er breytist í samræmi við breytingar á vísitölu og launaþróun.
Úrskurðarnefnd lögmanna á ætíð úrskurð um endurgjald fyrir lögmannsstörf.
I. KAFLI - ALMENNT
1. gr.
Gjaldskrá þessi gildir fyrir lögfræðiþjónustu Lögmáls ehf.
2. gr.
Ákvörðun þóknunar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er eða að þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi. Eðli verks eða samningur lögmanns og viðskiptavinar ræður því hvor aðferðin er notuð.
Sé þóknun samkvæmt hagsmunatengdri gjaldskrá lægri en nemur þóknun samkvæmt tímaskráningu sbr. 33. gr. þá greiðist þóknun fyrir vinnu samkvæmt tímaskráningu.
3. gr.
Allar þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts sem er 25,5%.
II. KAFLI - MÁLFLUTNINGUR
4. gr.
Ákvæði II. kafla taka til málflutnings fyrir dómi og eftir því sem við á, fyrir stjórnvaldi, gerðardómi og nefndum.
Málflutningsþóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfðustóls og vaxta við dómtöku máls.
Málflutningsþóknun í Hæstarétti er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfðustóls, vaxta og tildæmds málskostnaðar í héraði m/vöxtum við dómtöku máls.
Málskostnaður sem dæmdur er í máli, fellur til málsaðila og hefur ákvörðun dómsins um fjárhæð málskostnaðar ekki áhrif á útreikning málflutningsþóknunar.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslu málflutningsþóknunar til lögmanns síns.
5. gr.
Þegar mál er flutt munnlega eða gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu, er þóknun kr. 121.000.- að viðbættum 15% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 4.270.000.-, 7% af næstu 8.240.000.- og 4% af því sem umfram er.
6. gr.
Þegar mál er dómtekið eða tekið til áritunar á þingfestingardegi, skal þóknun vera 20.700.- að viðbættum 15% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 257.000.- 10% af næstu kr. 3.440.000.- 5% af næstu kr. 6.882.000.- og 3% af því sem umfram er.
7. gr.
Þegar mál, sem ekki fellur undir 6. gr., er dómtekið á þingfestingardegi eða útivist verður í því síðar af hálfu stefnda, eða þegar sátt verður í máli eftir þingfestingu en fyrir aðalmeðferð er þóknun kr. 96.800.- að viðbættum 12,5% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 4.270.000.-, 6% af næstu 8.240.000.- og 3% af því sem umfram er.
8. gr.
Í málum þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár og þar sem um lágar fjárhæðir er að ræða en úrslit máls hafa þýðingu fyrir ótiltekinn fjölda, er þóknun að jafnaði frá kr. 301.435.- til 1.808.489.- eftir umfangi verks og vinnuframlagi.
Lögmanni er heimilt við ákvörðun þóknunar að taka tillit til þess þegar hagsmunir viðskiptamanns af málsúrslitum eru meiri en kröfufjárhæð.
9. gr.
Lögmaður á rétt á sérstakri þóknun fyrir flutning um formhlið máls, dómkvaðningu matsmanna, meðferð matsmáls og vegna höfðunar og reksturs vitnamáls, allt eftir umfangi verks og vinnuframlagi.
10. gr.
Auk þóknunar, samkvæmt greinum 6-9 í þessum kafla kemur til viðbótar þóknun fyrir mót samkvæmt IV. kafla.
III. KAFLI - INNHEIMTUR
11. gr.
Grunngjald innheimtuþóknunar er kr. 7950.-
Við bætist, af samanlagðri fjárhæð höfðustóls og vaxta:
25% af fyrstu 81.000.- krónum innheimtufjárhæðar,
10% af næstu 514.000.- krónum innheimtufjárhæðar,
5% af næstu 4.275.000.- krónum innheimtufjárhæðar,
3% af næstu 50.000.000.- krónum innheimtufjárhæðar og
2% af því sem umfram er.
Þegar stofnun kröfu hefur í för með sér aukna vinnu eða kostnað vegna eðlis kröfunnar, s.s. um lögveðsköfur þegar kanna þarf þinglýstan eiganda og hvort eign sé á uppboði, eða annað þess háttar, er tekið sérstakt viðbótargjald fyrir þá vinnu. Gjaldið fer eftir umfangi þessarar viðbótarvinnu.
12. gr.
Kröfuhafi ber, gagnvart lögmanni, ábyrgð á greiðslu þóknunar og öllum útlögðum kostnaði lögmanns ásamt vöxtum.
13. gr.
Þóknun er kr. 7.700.- fyrir ritun greiðsluáskorunar, beiðnar um aðför, nauðungarsölu og vörslusviptingu, kröfulýsingar, kröfu um gjaldþrotaskipti og ritun afturköllunar sömu atriða. Sama gjald er fyrir frestun aðfarargerðar, nauðungarsölu og vörslusviptingar.
IV. KAFLI - MÓT
14. gr.
Fyrir athugun á eignastöðu fyrir fullnustugerðir sem og könnun á fjárhagsstöðu einstaklinga og fyrirtækja, af öðru tilefni, svo sem með leit í bifreiðaskrá, fasteignaskrá, vanskilaskrá Lánstrausts hf. og gögnum og gagnaskrám Lögmáls ehf., reiknast þóknun samkvæmt tímagjaldi, þó að lágmarki kr. 2.900. Þóknun fyrir könnun á stöðu greiðanda á vanskilaskrám, öflun upplýsinga um heimilisfang í þjóðskrá og fyrirtækjaskrá og aðra sambærilega öflun upplýsinga, svo og útprentun veðbandayfirlita og annarra útskrifta, er kr. 1.500 fyrir hverja athugun. Fyrir öflun upplýsinga um stöðu áhvílandi lána, verðmæti eigna og annan undirbúning fyrir framhaldssölur eigna reiknast þóknun samkvæmt tímagjaldi, þó að lágmarki kr. 7.700, auk útlagðs kostnaðar.
15. gr.
Þóknun fyrir mót, samkvæmt neðangreindu, reiknast af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta. 1. Fyrir fyrsta mót hjá sýslumönnum við aðför, nauðungarsölumeðferð, kyrrsetningu, lögbanns- og löggeymslugerðir, svo og útburðar- og innsetningargerðir, skal miða þóknun við kröfufjárhæð sem hér segir: kr. 9.600 af fyrstu kr. 96.000, kr. 9.600 af næstu kr. 96.000, 0,5% af næstu kr. 960.000 og 0,25% af því, sem umfram er.2. Fyrir seinni mót hjá sýslumönnum skal greiða kr. 7.700. Fari meiri tími til verksins, með ferðum, en 30 mínútur, skal fyrrgreind fjárhæð reiknast fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur.3. Fyrir mót við fyrirtöku máls í Hæstarétti, í héraðsdómi, eða fyrir stjórnvaldi, ef þóknun er ekki reiknuð samkvæmt 4. gr. eða 1. eða 2. tl. hér að framan, skal þóknun vera kr. 13.500, eða samkvæmt tímagjaldi, fari meiri tími til verksins, með ferðum, en 1 klukkustund.4. Fyrir mót í málum, þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár, skal við ákvörðun þóknunar taka tillit til mikilvægis málsins, umfangs þess, sem og þess tíma sem meðferð málsins tekur.
16. gr.
Fyrir mót í málum, þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár má, við ákvörðun þóknunar, taka tillit til mikilvægis málefnis, umfangs þess og þess tíma sem málið tekur.
V. KAFLI - TJÓNABÆTUR
17. gr.
Þóknun fyrir samninga um tjónabætur og uppgjör er hin sama og lýst er í 11. gr. Þóknun er reiknuð af samanlagðri heildarfjárhæð ef tjónabætur eru sóttar til fleiri en eins aðila. Heimilt er lögmanni að leggja 30% álag við þóknun skv. þessari grein ef gagnaöflun er umfangsmikil.
Fyrir ritun beiðnar um mat á örorku skal greiða kr. 35.500,-
18. gr.
Þóknun fyrir innheimtu tjónabóta, þegar reka þarf málið fyrir dómstólum, er samkvæmt II. kafla.
VI. KAFLI - ERFÐASKRÁR
19. gr.
Þóknun fyrir gerð erfðaskrár er kr. 38.500.- auk tímagjalds samkvæmt 33.gr. fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
VII. - KAFLI - HJÓNASKILNAÐARMÁL OG SAMBÚÐARSLIT
20. gr.
Þóknun fyrir gerð skiptasamnings, þegar samningsaðilar, hjón eða sambúðarfólk, eru sammála um efni og gerð samningsins, er kr. 38.300.- auk tímagjalds samkvæmt 33. gr. fyrir þann tíma sem fer í samningaviðræður og gagnaöflun.
Ef ágreiningur er um búskipti er þóknun samkvæmt 25. gr.
VIII. KAFLI - BARNARÉTTUR. FORSJÁR- OG UMGENGNISRÉTTARMÁL. BARNAVERNDARMÁL
21.gr.
Þóknun fyrir þjónustu vegna forsjár- og umgengnisréttarmála, barnaverndarmála, faðernismála, véfengingarmála og annarra þeirra mála sem falla undir barnarétt er kr. 38.300.- auk tímagjalds í 33. gr.
IX. KAFLI - KAUPMÁLAR
22. gr.
Þóknun fyrir gerð kaupmála er kr. 38.500.- eftir umfangi verks auk tímagjalds samkvæmt 33.gr. fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
X. KAFLI - SAMBÚÐARSAMNINGAR
23. gr.
Þóknun fyrir gerð sambúðarsamninga er kr. 38.300.- eftir umfangi verks auk tímagjalds samkvæmt 33.gr. fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
XI. KAFLI - BÚSKIPTI, GREIÐSLUSTÖÐVUN, NAUÐASAMNINGAR
24. gr.
Þóknun fyrir skiptastjórn, aðstoð við greiðslustöðvun eða umsjón með nauðasamningum er samkvæmt tímagjaldi í 33. gr.
Í búum, þar sem um verulegar eignir er að ræða, er heimilt að reikna 25% álag á tímagjald vegna vinnu við fyrstu aðgerðir.
Þóknun fyrir málflutning og innheimtu, sem tengist skiptastjórn, er samkvæmt köflum II og III.
25.gr.
Þóknun fyrir einkaskipti dánarbúa, skiptastjórn samkvæmt erfðaskrá, gæslu hagsmuna við búskipti í dánarbúum og við opinber skipti, félagsslit og fjárslit milli hjóna og sambúðarfólks er reiknuð af heildarfjárhæð nettó arfs- eða búshluta þess eða þeirra sem unnið er fyrir með eftirgreindum hætti:
Grunngjald er kr. 22.500.-
Að auki af fyrstu 720.000.- krónum 8%,
af næstu 2.160.000.- krónum 6%
og af því sem umfram er, 2%.
Komi til málaferla fer um málflutningsþóknun samkvæmt II. kafla.
XII. KAFLI - LEIGUSAMNINGAR
26.gr.
Þóknun fyrir gerð leigusamninga er kr. 38.500 auk tímagjalds samkvæmt 33. gr. fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
XIII. KAFLI - STOFNUN FÉLAGA
27. gr.
Þóknun fyrir skjalagerð við stofnun félags er kr. 38.500.- til 90.000.- eftir umfangi verks auk tímagjalds samkvæmt 33. gr. fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
XIV. KAFLI - ÝMIS SKJALAGERÐ OG RÁÐGJÖF
28. gr.
Þóknun fyrir gerð skuldabréfa og tryggingabréfa er kr. 21.000.- og allt að 0,5% af allri fjárhæðinni.
29. gr.
Þóknun fyrir veðleyfi, veðbandslausn, umboð og ýmsar umsóknir er kr. 12.500.-
XV. KAFLI - KAUP OG SALA
30. gr.
Þóknun er, fyrir skjalagerð og frágang við kaup eða sölu, 1% af söluverði fasteignar og skráðs skips en 3% af söluverði lausafjár.
Þóknun fyrir gerð kaupsamnings eða afsalsbréfs er kr. 22.500.- og allt að 0,5% af kaupverði eftir umfangi verks.
Þóknun fyrir athugun og yfirlestur samninga og skjala við kaup eða sölu fasteigna eða lausafjár, sem annar lögmaður eða fasteignasali hefur gert, er kr. 22.500.- auk 0,1% af samningsfjárhæð.
XVI. KAFLI - EIGNAUMSÝSLA OG SAMNINGAR UM SKULDASKIL
31. gr.
Þóknun fyrir eignaumsýslu og gerð samninga um skuldaskil er samkvæmt tímagjaldi í XVIII. kafla.
XVII. KAFLI - AKSTURSKOSTNAÐUR OG DAGPENINGAR
32. gr.
Aksturskostnaður í fer eftir vegalengd hverju sinni.
Fyrir störf utan Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs og Hafnarfjarðar, greiðast aukalega dagpeningar kr. 50.000.- auk alls ferða og dvalarkostnaðar.
XVIII. KAFLI - TÍMAGJALD
33. gr.
Tímagjald er frá kr. 21.500.- til kr. 28.300.- Ákvörðun um fjárhæð gjaldsins innan þeirra marka fer eftir þeim hagsmunum sem verki eru tengdir, ábyrgð lögmannsins, starfsreynslu hans og sérþekkingu, verkhraða og niðurstöðu máls.
1/4 úr klukkustund gjaldfærist fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur.
XIX. KAFLI - ÝMIS ÁKVÆÐI
34. gr.
Heimilt er að taka hærri þóknun en lýst er í gjaldskránni ef verkefni krefst vinnu utan reglulegs vinnutíma, vinna fer fram í öðru landi, á erlendu tungumáli eða hraða þarf afgreiðslu sérstaklega. Einnig ef verulegir hagsmunir tengjast vinnunni.
35. gr.
Tímagjald og aðrar fjárhæðir í gjaldskránni breytast í samræmi við almennar verðlagsbreytingar. Þóknun fyrir unnið verk er miðuð við þá gjaldskrá sem gildir þegar reikningur fyrir verkið er gerður.
36. gr.
Lögmaður getur krafist þess að viðskiptavinur greiði fyrirfram upp í þóknun og mánaðarlega útlagðan kostnað og greiðslur upp í þóknun eftir því sem verki miðar.
37. gr.
Viðskiptavinur greiðir allan útlagðan kostnað, þar með talinn kostnað við akstur og ferðalög. Ýmis kostnaður sem fellur til á skrifstofunni og erfitt er að sérgreina svo sem ljósritun, vélritun, faxsendingar og póstburðargjöld er að jafnaði innifalinn í þóknun samkvæmt gjaldskrá þessari.
38. gr.
Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. maí 2012.