Starfsfólk

Ásgeir Þór Árnason
Hæstaréttarlögmaður
Einar Oddur Sigurðsson
Lögmaður
Magnús Óskarsson LL.M., Esq.
Hæstaréttarlögmaður
Unnsteinn Örn Elvarsson LL.M.
Hæstaréttarlögmaður
Sunna Magnúsdóttir
Lögmaður
Birna Ósk Bjarnadóttir
Lögmaður
Bjarndís Jónsdóttir
Aðstoðamaður lögmanna/bókari

Ásgeir Þór Árnason

Hæstaréttarlögmaður

Ásgeir Þór Árnason lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1983. Héraðsdómslögmannsréttindi öðlaðist Ásgeir 1986 og leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti 1994. Ásgeir starfaði sem fulltrúi Sýslumannsins í Austur Skaftafellssýslu 1983 til 1984 og hefur síðan starfað sem lögmaður í Reykjavík. Ásgeir var fulltrúi Kristjáns Stefánssonar hrl. 1984 til 1986, en þá stofnaði hann lögmannsstofuna Lögmál ehf. ásamt Óskari Magnússyni hrl.
Starfssvið

Erfðaréttur
Fasteignamál
Félagaréttur
Málflutningur
Samkeppnisréttur
Samningar
Skaðabótaréttur
Slysamál
Verksamningar og útboð
Veiðiréttur

Meira

Minna

Lúðvík Örn Steinarsson

Hæstaréttarlögmaður

Lúðvík Örn Steinarsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1994. Lúðvík öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi 1996 og leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti 2004.  Lúðvík Örn hefur starfað sem lögmaður í Reykjavík frá árinu 1995, fyrst sem fulltrúi Ásgeirs Þórs Árnasonar hrl. og sem meðeigandi að Lögmáli ehf. frá 1. júní 1996.
Starfssvið

Bygginga- og skipulagslöggjöf
Erfðaréttur
Fasteignaréttur
Félagaréttur
Fjarskiptaréttur
Gerðardómar
Greiðsluerfiðleikar
Hjúskapur/sambúð
Innheimtur
Málflutningur
Samningar
Skaðabótaréttur
Samkeppnisréttur
Verktakaréttur

Meira

Minna

Magnús Óskarsson LL.M., Esq.

Hæstaréttarlögmaður

Magnús Óskarsson lauk B.A. prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann stundaði skiptinám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla veturinn 2006 til 2007 og lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2008. Magnús útskrifaðist með LL.M. gráðu í félagarétti frá lagadeild New York University árið 2010 og hlaut réttindi til að flytja mál á öllum dómstigum í New York ríki í Bandaríkjunum árið 2011. Magnús hefur starfað hjá tryggingafélagi og bönkum. Í febrúar 2013 gekk Magnús til liðs við Lögmál ehf., sem meðeigandi. Árið 2016 varð Magnús hæstaréttarlögmaður.
Starfssvið

Félagaréttur
Stjórnir félaga
Eignaréttur
Veiðiréttindi
Landamerki
Skipulagsmál
Umhverfisréttur
Frjáls félagasamtök
Fjármögnun
Málflutningur
Samningaréttur
Upplýsingatækni
Vátryggingaréttur

Meira

Minna

Unnsteinn Örn Elvarsson

Hæstaréttarlögmaður

Unnsteinn útskrifaðist með B.A. próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og með meistarapróf í lögfræði árið 2009. Unnsteinn stundaði framhaldsnám í lögfræði við Háskólann í Stokkhólmi í Svíþjóð á árunum 2012–2013 og útskrifaðist með LL.M. gráðu í upplýsingatæknirétti þaðan. Unnsteinn hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2009, réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti árið 2018 og réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti Íslands árið 2023. Unnsteinn hefur verið í eigin rekstri sem lögmaður frá árinu 2013 og með Einari Oddi Sigurðssyni á árunum 2018 til 2023 undir merkjum E.S. Legal ehf. Árið 2023 gengu Unnsteinn og Einar til liðs við Lögmál ehf. sem meðeigendur.
Starfssvið

Sakamál
Upplýsingatækniréttur
Slysamál
Dánarbú
Þrotabú
Lögráðamennska
Málflutningur
Samningaréttur

Meira

Minna

Sunna Magnúsdóttir

Héraðsdómslögmaður

Sunna Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík þann 17. júlí 1986. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2006. Hún lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2013 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi í byrjun árs 2015. Sunna hóf störf hjá Lögmáli ehf. þann 17. september 2013.
Starfssvið

Eignaumsýsla
Fasteignamál
Félagaréttur
Innheimtur
Málflutningur
Upplýsingatækni

Meira

Minna

Einar Oddur Sigurðsson

Lögmaður

Einar Oddur útskrifaðist með B.A. próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og meistarapróf í lögfræði frá sama skóla í ársbyrjun 2010. Einar stundaði skiptinám í lögfræði við Háskólann í Konstanz í Þýskalandi árið 2008. Einar Oddur starfaði hjá slitastjórn Kaupþings banka hf. á árunum 2009 til 2014 en hann hefur alfarið starfað við lögmennsku frá árinu 2014 þegar hann hóf störf hjá Libra lögmönnum ehf. Á árunum 2017 til 2023 rak Einar lögmannsstofu undir merkjum E.S. Legal ehf. með Unnsteini Erni Elvarssyni lögmanni en árið 2023 gengu Unnsteinn og Einar til liðs við Lögmál ehf. sem meðeigendur.
Starfssvið

Sakamál
Samninga- og kröfuréttur
Fyrirtækjalögfræði
Þrotabú
Dánarbú
Lögræðismál

Meira

Minna

Birna Ósk Bjarnadóttir

Lögmaður

Birna Ósk úrskrifaðist með B.A. próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og með meistarapróf í lögfræði frá sama háskóla árið 2017. Hún hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2019. Birna hefur starfað við innheimtu hjá Motus og Lögheimtunni ehf. og við meðferð slysamála hjá Fulltingi slf.
Starfssvið

Skiptaréttur
Samningagerð
Slysamál
Innheimtur

Meira

Minna

Bjarndís Jónsdóttir

Ritari/bókari

Edda Maggý Rafnsdóttir

Ritari/gjaldkeri

Sigrún Ásgeirsdóttir

Ritari