Saga Lögmáls ehf.
Lögmál ehf., lögmannsstofa, rekur sögu sína aftur til ársins 1986.
Lögmannsstofa undir nafninu Lögmál var upphaflega stofnuð í ársbyrjun 1987 af lögmönnunum Óskari Magnússyni hrl. og Ásgeiri Þór Árnasyni hrl. Hinn 1. janúar 2001 sameinuðust Lögmál ehf. og Lögfræðistofan Lögrún s/f, sem stofnuð hafði verið á árinu 1986 af lögmönnunum Hjalta Steinþórssyni hrl. og Elvari Erni Unnsteinssyni hrl. Við sameininguna urðu þáverandi eigendur stofanna, Ásgeir Þór Árnason hrl., Elvar Örn Unnsteinsson hrl., Lúðvík Örn Steinarsson hrl. og Magnús Guðlaugsson hrl., eigendur Lögmáls ehf., að jöfnu. Stofan hefur frá sameiningu verið rekin að Skólavörðustíg 12 í Reykjavík.
Hinn 1. febrúar 2013 gekk Magnús Óskarsson hrl. LL.M., Esq., til liðs við stofuna sem meðeigandi. Magnús Guðlaugsson seldi sinn hlut í félaginu árið 2017 og lét af störfum hjá því. Árið 2022 seldi Elvar Örn Unnsteinsson hlut sinn í félaginu og lét af störfum hjá því. Á árinu 2023 gengu Einar Oddur Sigurðsson lögmaður og Unnsteinn Örn Elvarsson hrl., LL.M. til liðs við stofuna sem meðeigendur. Lúðvík Örn Steinarsson hrl. lét af störfum hjá stofunni árið 2024.